Óspenntur

Ég er ekki spenntur yfir verkefninu sem ég ætti að vera að gera núna. Upplýsingarnar sem við fengum um verkefnið eru svo óskýrar að ég bjóst alltaf við að fá betri útlistun en aldrei gerðist það. Eygló sendi póst á kennarann til að fá betri upplýsingar. Kennarinn svaraði í ægilega yfirlætislegum tón að við hefðum nú fengið allar upplýsingar um þetta. Jamm, upplýsingarnar voru ekkert óskýrar, nemendurnir hljóta því að vera of heimskir til að skilja þær. Spjölluðum um þetta í vísindaferðinni á föstudag og þar var fólk nú ekki ánægt með þetta.

En það sem pirrar mig mest er tónninn í tölvupóstinum til Eyglóar.