Hvað er málið með Esjuna?

Frændi Eyglóar er að setja verðmiða á Esjuna, hann passar vel í þá ætt. Ég hef aldrei fattað hvað er málið með Esjuna, þetta er ekkert fallegt fjall, það er á engan hátt minnisvert. Hvað er málið?

4 athugasemdir við “Hvað er málið með Esjuna?”

  1. Það að þetta sé eina fjall Reykavíkinga gerir menn ansi stolta.

    Gleymi ekki þegar borgarfulltrúar R listans fögnuðu því að Esjan væri loksins komin í hendurnar á réttum eigendum þegar að RVK sameinaðist Kjalarnesi.

    Aldeilis sem Reykavíkingar hafa grætt á þeirri sameiningunni.

  2. Það er þarna eitthvað sem heitir Esjuskálinn eða eitthvað álíka, ég þekki hana á þessum skála.

  3. Hrafnkell A. Jónsson sagði eitt sinn að á góðum degi væri Esjan bara eins og hver annar fjóshaugur. Það er kannski e-ð til í því. En finnst okkur ekki öllum vænt um okkar heimafjöll?

  4. Fjall? Bíddu, eruð þið að meina hólinn þarna við síðasta strætóskýlið þegar maður er að keyra í átt að Hvalfjarðargöngunum?

Lokað er fyrir athugasemdir.