Um sexleytið í dag ætluðum við að fara í Kringluna með Evu, Heiðu og Hildi en við komust ekki langt, þegar við vorum að beygja í inn í götuna hjá Evu og Hildi þá varð bíllinn allt í einu skrýtinn. Hoppuðum út og sáum að það var punkterað. Ég skellti varadekkinu á og við ákváðum að fara ekki í Kringluna enda er fátt leiðinlegra en að keyra á mismunandi dekkjum (varadekkið er nefnilega sumardekk). Heppileg tímasetning miðað við allt, við hefðum getað lent í þessu á leiðinni til Selfoss.