Jæja, ég vaknaði eldsnemma í morgun og fór síðan að sækja Gunnar og Kára úr Tý á gistiheimilið sem þeir eru á, hitti þar konu sem vann með mér fyrir nokkru síðan. Þeir voru ekki búnir að borða þannig að við töfðumst aðeins. Síðan fórum við að sækja Heri og Sigrid (umboðsmann/kærustu). Síðan var það að koma þeim á Skonrokk. Ég rata ekki að Lynghálsi og endaði með að villast þarna um, sem betur fer vissi ég að ég væri ekki áræðanlegur þannig að ég kom með símaskránna og gat skoðað kortið í henni. Ég er nokkuð viss um að gatan sem ég ætlaði að fara um var bara ekki þarna.
Að lokum fundum við Norðurljós og villtumst síðan um. Óli Tynes og Karl Garðarsson reyndu að koma okkur til skila sem tókst reyndar að lokum. Voðalegur vandræðagangur. Við komum svona 15 mínútum of seint og þá var Páll Óskar að spjalla um Idol við Zombie félagana. Þeir komumst síðan í útsendingu og viðtalið gekk vel.
Næst var að fara á Radio Reykjavík, sem betur fer veit ég hvar Laugavegurinn er. Á leiðinni lýsti ég Reykjavík með augum Akureyrings, sýndi þeim Hús Verslunarinnar og síðan ræddum við hönnun Smáralindar. Sumir brandarar eru alþjóðlegir.
Þeir voru heilllengi í viðtali þar og enduðu með að taka upp kveðjur sem spilaðar verða á stöðinni. Á kaffistofu Radio Reykjavík var veggspjald af Tý sem hefur verið gert eftir að fyrri platan kom út.
Og síðan heldur þetta áfram eftir hádegi, Rás 2 um þrjúleytið.