Þó það sé komið jólafrí þá er enginn verkefnaskortur hjá mér. Tíminn er alveg að nýtast og í einu verkefninu er ég allavega búinn að fá nokkrar góðar hugmyndir. Ég er líka að lesa og í gær horfði ég á Gremlins með athugasemdum leikara og leikstjóra, það var nokkuð gott fyrir utan að þau voru stundum þögul. Dick Miller var nokkuð þögull alla myndina en hann er eiginlega snilld, „goddamn foreign cars“. Í dag synti ég 450 metra í sundi og það leið næstum því yfir mig eftir á, hugsanlega laugin of heit eða eitthvað.