Ég hef ekki fengið eina einustu einkunn, ekki einu sinni úr námskeiðinu sem ég kláraði í byrjun nóvember. Kellingin sem kennir það sagði eitthvað á þá leið að þetta væri kannski leiðinlegt fyrir þá sem eru að bíða eftir námslánum en þeir væru hvorteðer flestir að bíða eftir aðferðafræðieinkunn þannig að það skipti ekki máli. Er í lagi að láta okkur vera í óvissu um þessa einkunn af því við erum í óvissu með fleiri einkunnir? Mér liði mun betur að fá að vita þetta bara núna strax. Ég er ekki sáttur við þennan kennara.