Kjánalegt?

Vinur minn fór til Japans og sá að þar var algengt að fólk gengi með kross á sér þó að það væri alls ekki kristið, það er víst í tísku, gefur fólki vestrænt yfirbragð. Svoltið kjánalegt. Mér var hins vegar að detta í hug að Íslendingar eru nákvæmlega eins, ég veit um fólk sem hefur Búddastyttur heima hjá sér án þess að sjá að það tengi það nokkuð við Búddisma. Alls staðar er fólk kjánalegt.

3 thoughts on “Kjánalegt?”

  1. Ehh, ég veit ekki hvort þú fattir sjónarhorn mitt á þetta. Mér fannst þetta svoltið kjánalegt með krossa sem fashion statement, sem leið til að bendla sig við vestræna lifnaðarhætti en þetta varð síðan til þess að ég áttaði mig á að nákvæmlega sama er gert hér á Íslandi án þess að mér hafi þótt það eitthvað skrýtið. Færslan er semsagt um hvernig ég áttaði mig að mitt sjónarhorn er algerlega mótað af minni menningu, færslan er um fordóma mína og meðal þeirra kjánalegu er ég. Einsog ég segi þá held ég að þú hafir algerlega misst af þessu enda er ég stundum tyrftur.

    Annars þá er ég sjálfur ekki að fatta þessa seinni spurningu þína, undarlega orðuð eitthvað, það kemur ekki heldur fram hvort þú ert að tala um Búddisma eða Kristni, Japan eða Ísland. Í Japan er þetta allavega bara tískubylgja.

  2. En hvað með Íslendinga sem ganga í Che-bolum án þess að vera Argentínskir? Er þetta ekki bara fólk sem finnst þetta skrýtin og sérviskuleg trúarbrögð og er ekki búið að fá ógeð af þeim eftir að hafa haft þau í eyrunum frá barnsaldri?

  3. Búddisma og kristni, Japan og Ísland. Að vísu er alltaf spurning hvort rétt sé að kalla búddisma trúarbrögð, meira lífsviðhorf kannski?

Lokað er á athugasemdir.