Við spiluðum Matador áðan, það var skemmtilegra en mig minnti. Það tók mig ekki langan tíma að ná ákveðnu forskoti og að lokum gáfust mótspilarar mínir upp enda hefðu þeir bara þurft að lenda svona einu sinni á einhverri eign minni til að fara á hausinn, tveir voru reyndar þegar farnir á hausinn.