Í dag gátum við Eygló loksins náð í fyrra verkefnið úr vinnulaginu, því var komið fyrir í kassa í Odda þann 22. desember. Ég fékk 8,5, það er 60% af heildareinkunn, sem er vissulega fínt en þessi kúrs fór samt verulega í taugarnar í mér, misheppnaður að svo mörgu leyti. Ég veit í raun ekki hvað ég fæ í seinna verkefninu en það ætti nú samt að vera eitthvað svipað. Biðin er erfið.