Mér finnst stórundarlegt að titill myndarinnar The Return of the King skyldi vera þýddur sem Hilmir snýr heim (einsog bókin) þó að það komi aldrei fram í myndinni hver þessi Hilmir er.
Þessi mynd var góð, endirinn var samt klúðurslegur og ég vonast eftir að mjög langri lengdri útgáfu á dvd. Í heild var serían góð en í fyrstu myndinni var ekki farið vel með Boromir, í annarri var illa farið með Faramir og í þeirri síðustu var Denethor slátrað. Í aukaefninu með Two Towers er reynt að réttlæta það að Faramir skyldi hafa farið með Sam og Frodo í Osgiliath, mér fannst útskýringarnar ekki góðar.
Ég er ákaflega feginn að hafa ekki lesið bókina á íslensku, mér sýnist þetta nefnilega vera ægilega ofmetin þýðing.
Turnarnir “töluðu saman” í gegnum Palantírana sem Saruman var með í baðstofunni hjá sér og Sauron í fremri stofunni sinni. Ef maður kýs að túlka þetta þannig. Reyndar er nú mas stundum deilt um það að “Two Towers” standi fyrir Barad-dûr og Isengard eða einhverja aðra turna tvo. Einnig má að sjálfsögðu skilja “Tveggja turna tal” sem “nú skulum við segja frá sögunni um turnana tvo”.
Mér finnst annars íslenska þýðingin alveg fín, þótt bókin sé vissulega betri á ensku. En þetta er feikierfitt verk að þýða, þung enska og mikið af ljóðum, og ábyggilega mjög auðvelt að klúðra því. Hilmir snýr heim þýðir, eins og Ásgeir bendir réttilega á, Konungurinn snýr heim, og þessi þýðing ber náttúrulega höfuð og herðar yfir “Kóngurinn snýr aftur” eða eitthvað álíka kostulegt. Það að meginþorri Íslendinga skilji ekki hvað “hilmir” stendur fyrir (hvort sem þú varst að grínast eður ei) segir meira um þorra Íslendinga en þýðingu bókarinnar.
Skora á þig að lokum Óli að gefa íslensku útgáfunni séns einhvern daginn (næstu jól?). Hún er kannski ofmetin en hún er samt góð.
Hilmir ku víst vera gamalt íslenskt orð yfir konung. Hvenær töluðu annars turnarnir saman í annari myndinni?