Það er frétt á Netmogganum um að Norðurljós hafi tryggt sér sýningarrétt á myndum frá fyrirtæki Baltasar Kormáks. Ég sé fyrir mér að það hafi verið erfiðar samningarviðræður, sérstaklega fyrir Baltasar sem hefur sífellt þurft að færa sig til að geta rætt málin almennilega við sjálfan sig.
Annars fannst mér fyndið þegar hann tók sæti sitt í stjórn Norðurljósa. Hann var að koma inn og var greinilega eitthvað smá veikur því hann þurrkaði sér um nefið með handarbakinu, hann heilsaði síðan öllum hinum stjórnarmönnunum með sömu þessum náttúrulega vasaklút sínum.