Idol ást stúdentapólitíkusa

Ægilega virðist skipta máli hvar ég horfi á Idol. Röskva vill að ég horfi á Idol hjá þeim, Vaka vill að ég horfi á Idol með þeim. Mér sýnist að báðar fylkingar lofi veitingum og stórum skjá. Frábært að þeir skuli eyða allri þessari orku í þetta kjaftæði.

Væri ekki gaman af þessar fylkingar myndu nýta þess orku í að þrýsta á stjórnvöld að bæta fjárhagsaðstöðu Háskólans? Ég heyri varla neitt um fjármál Háskólans frá þessu liði en þegar kemur að Idol þá finnst þeim nauðsynlegt að hengja auglýsingar út um allt. Mér liði betur ef ég vissi ekki að þessar fylkingar eru bara uppeldisstöðvar fyrir stjórnmálamenn sem munu á ögurstundu kjósa með sínu liði einsog þægir litlir hvolpar.

Ég á ekki eftir að kjósa eftir því hver heldur flottari og skemmtilegri partí heldur út frá því hverjum ég treysti til að berjast fyrir stúdenta. Þegar ég segi berjast þá er ég ekki að tala um kurteisislegar ábendingar til stjórnvalda, það þarf að gera eitthvað meira, það þarf að sýna að Háskólastúdentar séu hópur sem þarf að hlusta á en ekki að traðka á.