Hver vinnur Idol?

Hver vinnur Idol? Erfið spurning. Ég ætla ekki að reyna að slá Hjörvari við en koma með nokkur komment.

Kalli er sigurstranglegastur að því er virðist og hann hefur staðið sig ágætlega. Ef það er eitthvað sem háir Kalla þá er það að gelgjuatkvæðin skiptast milli hans og Jóns, hann hefði verið öruggur til að vinna ef Jón hefði dottið út síðast og hann hefði verið eini strákurinn. Maður hefur annars á tilfinningunni að Norðurljós hafa beygt reglurnar fyrir Kalla. Kalli verður þó alltaf æskuIdol Eyglóar.

Anna Katrín hefur, að ég held, aðeins meira möguleika á að vinna en Kalli. Hún hefur mikla hæfileika þó hún hafi klúðrað nokkrum sinnum. Hún ræður eigin örlögum í kvöld, ef hún syngur vel þá ætti hún alveg að geta unnið, hún kemst varla enn einu sinni áfram á klúðri.

Jón á ekkert sérstaklega mikla möguleika en ég hef ákveðið að halda með honum. Af hverju? Jú af því að dómararnir hata svo innilega og hann hefur getað staðið undir árásum þeirra án að fara að gráta (í sjónvarpi allavega, kannski að hann hafi farið að gráta heima). Hann er líka miklu betri en dómarnir hafa sagt.

Ég er byrjaður að hata dómarana í þessari keppni svo innilega að ég vill að einhver sem þeim er illa vinni. Ég held að þessi keppni væri skemmtilegri ef maður mætti kjósa út dómarana.