Hlutir sem þú getur látið á brauð

Ég ákvað núna áðan að kíkja á hina margfrægu bók Brauðrétti Hagkaupa. Ég byrja að skoða, sé eitt og eitt sem freistar en þegar ég kíki á uppskriftirnar þá sé ég að þær eiga sitt hvað sameiginlegt, þú þarft að byrja á að kaupa brauð. Hvað er málið? Vill ég byrja á því að fara út í bakarí ef ég ætla að gera einhvern brauðrétt? Nei. Þetta er bara upphafin samlokubók.

Ég lét frá mér Brauðrétti Hagkaupa og kíkti þess í stað á safn uppskriftabóka sem amma hennar Eyglóar gaf henni, þar fann ég eina sem hét Heimabökuð Brauð. Ég fletti þessari afskaplega ófínu uppskriftabók og fann þar fullt af brauðum sem mig langar að prufa. Ég hlakka til að prufa þetta. Brauðréttir Hagkaupa eiga hins vegar eftir að koma að miklum notum ef mig langar að skoða myndir af brauðréttum.