Um ISBN númer, Gettu Betur og íþróttafélög á Vopnafirði

Ég var að hlusta á Gettu Betur áðan og heyrði Stefán Pálsson halda því fram að ISBN væri flokkunarkerfi fyrir bækur, þvílík fjarstæða. Dewey er flokkunarkerfi, Colon er flokkunarkerfi en ISBN er alþjóðlegt bóknúmerakerfi. ISBN númer eru semsagt einstök fyrir hverja bók, þau eru ekki notuð við flokkun.

Síðan er nauðsynlegt að benda á það að eru hugsanlega til tvö íþróttafélög á Vopnafirði. Einherji er nafn sem allir kannast við og er félagið sem er í þorpinu en það sem færri vita er að félagið Einherjar hefur lengi verið starfandi í sveitinni. Nú er erfitt að segja hvort félagið sé starfandi beinlínis, það hefur lengi vel ekki gert neitt annað en að halda Hofsball árlega og það hefur reyndar ekki verið gert undanfarið. Það mætti segja að ég sé hálfgerður meðlimur í Einherjum þar sem ég hélt eitt Hofsball.

Annars datt liðið hans Ásgeirs út núna, byrjuðu vel en klúðruðu því síðan.