Hverjum dettur í hug að vekja svona marga, svona snemma? Ég er að fara í Aðferðafræði 2 og af einhverjum ástæðum er þessi tími eldsnemma um morguninn. Ég hefði haldið að svona fjölmennur tími mætti vera seinna um daginn. Annars þá er þetta í síðasta skipti sem Aðferðafræði 2 verður kennd í núverandi mynd, Sálfræðin hefur heimtað að fá að kenna Aðferðafræði sér og það var gefið eftir.
Ákaflega verð ég ánægður þegar ég verð búinn með þessa Aðferðafræði því þá er þessum leiðinlega í Háskólanámi mínu lokið og ég get snúið mér að áhugaverðari hlutum (reyndar ekki óhóflega áhugaverðum þar sem Bókasafns- og upplýsingafræðin hefur ekki efni á valgreinum).