Samnemendur mínir virðast flestir ekki hafa verið í stuði til að rölta upp í Þjóðarbókhlöðu í rigningunni á föstudagsmorgni. Það er svona einn af hverjum þremur hérna.
Námslánið kom annars í morgun, við erum ákaflega rík.
Eygló var annars að segja mér að fólk sé byrjað að nota „halda til haga“ einsog það væri „hafa ber til huga“, mér finnst það undarleg notkun og ekki til fyrirmyndar.