Ég á við vandamál að stríða, ég fæ of margar hugmyndir og kem of fáum þeirra í framkvæmd. Hugsanlega væri besta lausnin að taka fyrr ákvarðanir um hvað ég ætli að klára og hvað ég ætla að láta vera. Síðan er markmiðið að hætta að sjá eftir hugmyndum sem ekki ganga upp því það tekur alltof langan tíma.