Fyrir rúmlega ári síðan réðst biskup harkalega á trúleysingja, hann reitti marga til reiði og að vissu leyti má segja að Vantrú sé viðbrögð við þessum ummælum biskups. Í gær var birt grein á Vantrú um þessi ummæli biskups, í Fréttablaðinu í morgun er vitnað í þessa grein. Þetta er vissulega ákveðinn árangur og bendir til þess að það sé byrjað að taka eftir okkur. Þetta sýnir líka hve gott er að hafa Fréttablaðið vegna þess að Mogganum hefur verið svo harkalega ritstýrt að trúleysingjar hafa varla fengið að verja sig þegar móðgandi greinar hafa birst þar. Mogginn er málgagn þjóðkirkjunnar.
Í nótt gerðist ég síðan andvökuskáld og skrifaði grein sem fjallar um viðhorf þjóðkirkjunnar og biskups til Satans, undirliggjandi þema er vissulega nokkuð sem ég hef komið að áður, semsagt það að þjóðkirkjan tekur varla neina afstöðu trúmálum.