Ég er að horfa á Survivor 2, reyndar sé ég ekki fyrir mér að ég endist allt maraþonið í dag (né nema fram að svona hádegi). Ég tók upp fyrstu seríuna sem var í gær og stefnan er á Survivor maraþon um helgina með þeim sem vilja, líklega byrjar þetta 12 eða 13 á laugardag og seinni hlutinn á sunnudag. Sjúkt vissulega.
Survivor 2 var fyrsta serían sem ég horfði á og reyndar hef ég bara horft á tvær seríur í allt. Mér finnst eitt alltaf svoltið bjánalegt þegar ég er að horfa á þetta og það er þegar fólk stafar nöfnin vitlaust en það er líklega erfitt að komast hjá því. Maður endist ekki lengi í þessum þætti ef maður er forvitinn um svona hluti.
Hæ! Hæ! Ég heiti Kimmy.
Er það með y eða ie? Þetta eru ekki góð fyrstu kynni þannig að ég geri ráð fyrir því að þetta breytist.
Ég segi svoltið og ég skrifa svoltið nema ef ég er að vanda mig.
Ah! Okkur vantar einmitt fyrstu seríuna, hinar sáum við allar :p
Á eftir að athuga hvort að upptakan í nótt tókst, annars gætum við þurft að betla 1. seríuna hjá ykkur
Jú, þið megið fá þetta lánað, spurning hvenær það verður, hvort eitthvað verður úr því að horfa á þetta um helgina eða ekki.
Það gæti hugsanlega verið að það hafi ekki tekist upp endirinn af endurfundaþáttunum en annars þá tók ég þetta allt upp. Reyndar þá veit ég ekki nákvæmlega hvort ég skipti um spólur á hentugum tímum en ég reyndi að hitta vel á.
hmm.. það sem við tókum upp í nótt byrjar þegar 60 tímar eru eftir? Framhald af því sem var um daginn?
Úrslit og endurfundir jamm.
Ég tók þetta allt upp. Hirtu þennnan þátt því ég er ekki viss um að ég hafi náð síðastu fimmtán mínútunum af því.
É hélt a fólk stafaði vitlaust viljandi til að vera kúl, soneins og ég geri núna, eða þegar þú skrifar svoltið.
…sem ætti nattla að vera soldið.