Augljóslega ætti fólk ekki að lesa þetta ef það sá ekki þáttinn.
Það er ákaflega erfitt að horfa á Survivor og ekki halda með Rubert, ég er að reyna það. Held með Lex og hans liði, Shi Ann og Richard. Shi Ann greyjið þurfti að vera með hundleiðinlegu fólki í Taílandi, man hvað þau voru alveg að drepast úr ógeði af því hún átt kjúklingaháls og hjarta. Ég er ákaflega hrifinn af Richard, mér fannst sérstaklega fyndið þegar liðið hans komst í mark og þau föðmuðu hans nakta kropp. Þetta veitir mér von um að Bandaríkjamenn séu ekki allir hálfvitar sem æla við að sjá hold.
Það er nokkuð slæmt hvað leiðindaættbálknum þarna gengur vel, Rob er líklega skástur af þeim (fyndnast þegar hann talaði um „pretty boy Probst“). Tom frá Afríku virtist alltaf vera fínn náungi en það sást í leiðinlegu hliðar hans þegar á leið þannig að hann er í mínus hjá mér.
Það var leiðinlegt að sjá Rudy fara, hann var svo skemmtilega geðveikur. Rubert var þarna óheppinn með félaga en ég hef trú á að hann nái sér á strik.
Það verður áhugavert að sjá hvernig þetta fer fram, ætli ættbálkarnir verði kannski tveir áður en þeir verða einn? Tvístrun og sameining? Hver veit?