Síminn er sífellt að angra mig með leiðindaskilaboðum. Fyrir svona mánuði fékk ég skilaboð sem stóð í „vinafsl“ (eða eitthvað álíka) og ekkert meira, ég fékk síðan nákvæmlega sömu skilaboð aftur eftir svona sólahring. Ekkert útskýrt. Ég gat svosem giskað að þetta þýddi vinaafsláttur en hvernig sá afsláttur ætti að virka stóð ekki. Núna áðan fékk ég síðan skilaboð um að þessi vinaafsláttur væri að renna út ef ég borgaði ekki þúsundkall. Ónei! Ég missi af einhverjum afslætti sem ég vissi ekkert um og hafði áhuga á. Hættið að senda mér sms!
Annars þá hef ég tillögu fyrir Símann. Í stað þess að borga einhverri auglýsingastofu fyrir að plata ykkur uppúr skónum með tískuorðum og fótboltalógói þá ættuð þið bara að lækka gjaldskránna til að lokka til ykkar viðskiptavini.