Ég var farinn að hlakka til að sjá Landsins Snjallasti en þetta er svoltið verulega misheppnað. Parið sem sér um þetta er glatað. Það vantar alveg að hafa gáfaða stjórnandann. Logi og Felix bjarga sér alveg á þeim sjarma sem þeir hafa en þessi tvö hafa ekkert. Og það að feila á framburði í spurningum þegar það eru bara örfáar spurningar er glatað.
Það að stela Survivorleiðinni fyrir aðalspurningarnar var ágætt en restin var ekki að virka, töfludæmið var misheppnað í allri framkvæmd, minnisatriðið var leiðinlegt því það tók alltof langan tíma, gapastokkurinn var bara heimskulegur og þarna virtist Gunnar Helgason (sýndist þetta vera hann) vera kominn í asnalegasta hlutverk sitt síðan Mókollur angraði landsmenn. Þetta voru alltof margir keppendur til að byrja með og það að láta einn og einn detta út er ekkert fjör.
Bömmer því þetta hefði getað verið ágætt með betri framkvæmd, ef SkjárEinn vill gera svonalagað vel þá ættu þeir að tala við mig.
Ég er nokkuð viss um að það var sagt áðan að Abbey Road hafi verið síðasta plata Bítlanna, rétt svar er náttúrulega Let it Be.