Hringtorgið leystist upp

Póstlisti Kvikmyndaklúbbsins Hringtorgs hvarf núna þegar Kaninkan fór niður, hann verður endurreistur en mig grunar að ég gleymi einhverjum emailum þegar ég fer í endurbygginguna. Ef þið viljið vera áfram á listanum þá ættuð þið að láta mig vita, ef þið viljið ekki fara aftur á listann þá skulið þið láta mig vita. Þið megið annað hvort minna mig á það hér í athugasemdakerfinu (þið getið meiraðsegja skráð emailin í það af því engin sér þau nema ég), sent mér tölvupóst eða bara látið mig vita þegar þið mætið í kvöld (hefst að vanda klukkan 21:00).

Ef þið hafið hingað til ekki verið meðlimur í klúbbnum en langar til að vera með þá megið þið hafa samband en mig grunar að ég viti ekki fyrren í kvöld hvort klúbburinn þolir fleiri meðlimi.