Ég á að kjósa fulltrúa lagadeildar, viðskipta- og hagfræðideildar og félagsvísindadeildar í háskólaráð á eftir, ég get valið milli allra prófessora, dósenta og lektora í fullu starfi, skipaða eða ráðna ótímabundinni ráðningu. Frábært alveg.
Ég hef ekki grænan grun um hvern ég á að kjósa, það var yfirhöfuð erfitt fyrir mig að komast að því hvernig kosningaréttur minn virkar. Ég hef tvær klukkustundir til að ákveða mig, ef þið hafið tillögu þá megið koma með þær og rökstuðning.