Svart á hvítu

Ég held að samnemendur mínir séu hugsanlega hissa á því að tölvunáunginn ég skuli aldrei nota liti eða myndir í Powerpointglærum á meðan þeir sem minna kunna gera það. Málið er einfaldlega að mér finnst óþarfi að nota liti og myndir, hugsanlega geta myndir bætt einhverju við mál mitt en ef þær gera það ekki þá draga þær úr vægi efnisins. Það búa til fallega litasemsetningu er auðvelt, það að búa til litasamsetningu sem gerir efnið vel læsilegt er erfiðara. Ef fólk sér illa þá er ekkert þægilegt fyrir það að hafa einhverja undarlega lita á lesefninu. Ef ég nota ekki svart á hvítu þá nota ég svart á ljósgulu einsog hér.

Fyrirlesturinn gekk annars bara mjög vel, verst að á undan mér var einn með sama efni. Ég var einmitt búinn að ákveða að hefja mál á því að segja af hverju ég væri ekki að fara sömu leið og hann virtist vera að fara að efninu. Þó ég tali blaðlaust þá er ákaflega erfitt að breyta upphafsorðum þannig að ég lét það bara flakka. Ég verð annars að muna að vera tilbúinn með lokaorð líka. Eygló segir að ég tali of mikið með höndunum.

Ég hef reyndar lúmskt gaman að því að tala svona fyrir framan fólk, vildi að ég hefði fleiri tækifæri til þess, þó þætti mér vænt um að efnið væri eitthvað sem ég hef vit á. Reyndar er höfundarréttur og bókasöfn ákaflega heillandi efni þannig að það var ekki vandamálið.

2 athugasemdir við “Svart á hvítu”

Lokað er fyrir athugasemdir.