Höfundarréttur og bókasöfn IV

Í febrúar 1983 var gerð könnun um útlán bóka í Bæjarbókasafninu í Keflavík, þar kom í ljós að af 190 eintökum af bókum Halldórs Laxness sem voru til voru einungis 9 útlán, af bókum Jennu og Hreiðars voru til 97 eintök en ekkert var lánað af þeim. Þetta eru einkar áhugaverðar tölur í ljósi þess að á þessum tíma fengu höfundar borgað fyrir fjölda eintaka sem voru til á söfnum en ekki fjölda útlána, greinilegt að þetta var afar ósanngjarnt kerfi.