Hafið þið einhvern tíman lesið Passíusálmana? Ekki hef ég gert það, bara heyrt sömu erindin aftur og aftur. Þess vegna brá mér alverulega þegar mér var bent á að gríðarlegt gyðingahatur í sálmunum. Þetta er hið týpíska kristni kjaftæði um að gyðingar hafi drepið Jesú sem er grunnurinn að þeim gyðingaofsóknum sem hafa orðið í Evrópu í gegnum tíðina, þetta er sori.
Það sem kemur mér mest á óvart er að það hljóta að vera ótal manns sem vita þetta, þeir sem lesa Passíusálmana á hverju ári, prestar, guðfræðingar, sagnfræðingar og bókmenntafræðingar. En allt þetta fólk hunsar þetta, neitar að taka afstöðu gegn þessum viðbjóði. Þetta fólk á að skammast sín.
Passíusálmarnir eru eiginlega heilagir, kannski er það þess vegna sem enginn gagnrýnir þetta, það er komin tími á að Hallgrímur verði felldur af stallinum og afhjúpaður. RÚV hefur meðal annars þetta að segja um Passíusálmana:
Í Passíusálmum Hallgríms Péturssonar má greina heimspeki og almenn sannindi hins lífsreynda manns sem kynnst hefur heiminum og hefur einnig öðlast djúpan skilning á mannlegu eðli
Strákar mínir, ef þið hefðuð nú kynnt ykkur söguna aðeins betur þá vissuð þið að gyðingaofsóknir hófust löngu fyrir fæðingu krists. Svo er það mikill misskilningur að fólk telji Passíusálmana vera e-ð meistaraverk, flestir viðurkenna meira að segja að mjög margar vísur í sálminum eru bara frekar lélegar. Hins vegar eru inn á milli, vísur sem eru algjört meistaraverk sem ég þarf nú varla að útlista þar sem ég sé að þið þekkið sálmana svona vel. Annars mæli ég með að þið finnið eitthvað betra við tímann að gera en að ofsækja trúað fólk…annars eruð þið engu skárri en Hallgrímur Pétursson.
LATER
Þannig að gyðingaofsóknir kristinna manna eru réttlættar af því að það voru aðrir búnir að ofsækja gyðinga áður?
Það er til fjöldinn allur af fólki sem heldur því fram að Passíusálmarnir séu meistaraverk, það þarf ekki mikla rannsóknavinnu til að komast að því.
Við erum ekki að ofsækja trúað fólk, við erum að benda á hve trú sé yfirleitt vond og órökrétt, okkar leið er að segja sannleikann.
Þetta er náttúrulega kjaftæði hjá þér.
Það er nú ekki almennilegur bókmenntafræðingur sem sóar tíma sínum í að lesa passíusálmana einu sinni á ári – satt best að segja minnist ég ekki að það hafi verið minnst einu orði á þetta, hvorki í tíma né utan, enda langt utan áhugasviðs held ég flestra þeirra bókmenntafræðinema sem ég þekki