Það pirrar mig þegar fólk gerir ráð fyrir að ég heiti Ólafur, sérstaklega ef það er ekkert sem bendir til þess. Rétt áðan fékk ég tölvupóst þar sem ég var titlaður Ólafur af manneskju hjá Háskólanum sem hefði bara þurft að kíkja í tölvuna sína til að fá þetta hreint, eða þá átta sig á því að tölvupóstföng Háskólans byggjast á nöfnum og að olis bendi þar með sterklega til þess að ég heiti Óli. Hún lét þetta vera og gerði bara ráð fyrir að ég héti Ólafur.
Ég svaraði tölvupóstinum á afskaplega pirraðan hátt.
Þetta geturðu rætt við Véstein Ólason, eða við Pál Eggert Ólason ef hann væri ekki dauður. Það er mjög algengt að rangt sé farið með nöfn þeirra í ritgerðum.
Hvers konar nafn er Óli eiginlega… 🙂
Fólki finnst einmitt sjálfsagt að kalla mig Ólöfu…meira að segja í tölvupósti þar sem nafnið mitt kemur fram í undirskrift hef ég fengið svar til baka sem hefst á orðunum „Sæl Ólöf“! Garg!!
Hæ Ólafur