Gegn góðu siðferði

Fjórða grein mín um Lúther er komin á netið, ég veit að allir eru spenntir yfir þessu. Greinin heitir Um góðu verkin hans Lúthers IV: Lúther gegn góðu siðferði, reyndar gæti hver einasta grein mín í þessum flokki kallast „Lúther gegn góðu siðferði“ en ég þurfti að koma þessari tilvísun að einhvers staðar. Hver veit hvað ég er að vísa í?
Nú er bara tvær greinar eftir um Lúther sem gerir þær sex í allt, ég ætlaði mér að skrifa í mesta lagi tvær greinar þegar ég byrjaði á þessu en einhvern veginn teygðist þetta þó ég sé þekktur fyrir knappan stíl.