Þetta kemur í bakið á okkur

Fundurinn í dag gekk ekki vel, ekki það að kennarar í deildinni væru hlynnt skólagjöldum, bara að það var ekki vilji fyrir því að berjast gegn þeim. Sumir eru þó hlynntir þeim, semsagt að ákveðnar deildir megi taka upp skólagjöld, ég sagði (þorði að tala allavega) að þetta ætti eftir að koma í bakið á Háskólanum, þar með í bakið á Félagsvísindadeild.

Háskólinn fer bara úr einum vítahring yfir annan og í þessum nýja vítahring þá munu stúdentar þurfa að borga, alltaf aðeins meira.