Heimskur náungi þolir mig ekki

Það er eitthvað leiðindagerpi að reyna að tjá sig í kommentakerfinu hér, segir að ég sé aumingi með hor og ætti að hætta að tjá mig. Ég hef áður lent í svona og bara átta mig ekki á því hvað þessum náunga gengur til. Ég veit að það er til fólk sem þolir mig ekki og ég bara ætlast til þess að það hunsi þessa síðu eða þá komi með vitsmunaleg komment til að hrekja mál mitt. Eitthvað svoleiðis.

Einhver náungi sem tjáir sig ófrumlega í skjóli nafnleyndar hefur engin áhrif á líðan mína, í hæsta lagi líður mér vel yfir því að þessi óvildarmaður minn sé of heimskur til þess að tjá sig vitsmunalega. Ef hann hefði komið með frumlega og/eða fyndna móðgun þá hefði ég leyft þessu að standa eða svara því en svona „þú ert aumingi með hor“ komment er bara ekki þeirrar virðingarvert.