Það er eitt sem ég hef velt fyrir mér varðandi þetta líkfundarmál. Það er að Íslendingarnir tveir sem voru handteknir brosa alltaf framan í myndavélarnar en Litháinn felur alltaf andlit sitt. Hvers vegna er þetta? Ætti þessum Litháa ekki að vera sama um að andlit hans komi í íslenskum fjölmiðlum? Er hann hræddur um að andlit hans endi í Litháískum fjölmiðlum? Það gæti verið ástæðan. En Íslendingunum er alveg sama.