Í myndinni Fantasia er lítil saga um lærling galdramanns. Lærlingurinn, sem er leikinn af Mikka Mús, gefur sóp líf til að bera fyrir hann vatn. Innan skamms er sópurinn búinn að koma með alltof mikið vatn þannig að allt er að fara á flott. Mikki reynir að bjarga málunum með því að skemma/drepa sópinn. Þetta gengur ekki hjá honum vegna þess að flísarnar öðlast líf þannig að fleiri sópar myndast og þeir byrja allir að ná í vatn, vandræðin magnast bara upp.
Ég held að þetta geti virkað sem ágætis myndlíking um stöðuna í heiminum, sérstaklega eftir síðasta morð Ísraelsmanna. Ef þú drepur einn öfgamann, sér í lagi á þann hátt Ísraelar gerðu núna, þá leiðir það bara til þess að fleiri öfgamenn verða til.