Eiginhagsmunagæsla stúdenta?

Ágúst Flygenring talar um einingahagsmunagæslu stúdenta “Eiginhagsmunagæsla”? Varla. Flestir sem eru í Háskólanum núna (og voru að mótmæla) verða útskrifaðir áður en skólagjöld verða sett á.

Ágúst talar um mikilvægi þess að fólk borgi fyrir eigin menntun vegna þess að menntun leiðir til hærri launa. Í raun eru skólagjöld afar léleg leið til að láta fólk borga fyrir námið, miklu betri leið er sú að nota skatta, fólk sem fær hærri tekjur borgar hærri skatta. Merkilegt nokk þá er það einmitt kerfið sem við höfum. Ef við látum á skólagjöld núna og lækkum skatta einsog planið er þá verður það til þess að þeir sem hafa þegar lokið háskólanámi munu, í vissum skilningi, losna við að borga nám sitt.

Ágúst talar um stúdenta sem verðandi hátekjufólk, hvernig skilgreinir maður hátekjufólk? Kennarar? Bókasafnsfræðingar? Mannfræðingar? Íslenskufræðingar? Bara að spá. Margir fara í nám sem á ekki eftir að borga sig sérstalega, allavega ekki í beinhörðum peningum.

Grunnpunkturinn er samt alltaf að menntun borgar sig fyrir þjóðfélagið, við græðum á menntun.