Við gerðum mikið í dag, skutluðum Hildi svo hún gæti fengið vegabréfanúmer. Fórum síðan og keyptum gjöf handa Svenna.
Við keyptum líka (handa okkur) bókina *Eru ekki allir í stuði?* eftir Dr. Gunna á 1999 krónur. Það hlýjaði mér um hjartaræturnar að sjá að hann þakkaði starfsfólki Þjóðarbókhlöðunnar fyrir aðstoð, ég sá hann einmitt þarna upp á Tón- og myndsafni um daginn (gær líklega) sem gefur til kynna að í næstu Popppunktsþáttum muni hann spyrja eitthvað um íslenska tónlist.
Við náðum í ökuskírteinið mitt, það er indælt að hafa gilt skilríki eftir tveggja ára hlé, mun jafnvel hafa tvö slík þar sem ég var líka að fá mér kreditkort (sem á varla að nota) eftir svona fjögurra ára hlé.
Við gerðumst vond og borðuðum á American Style sem fyrrnefndur Dr. Gunni segir að eingöngu FM-hnakkar sæki (sem væri vont) á meðan mér sýnist eintómir nördar borða þarna (sem er gott).
Að lokum keyptum við 15 w flúrperu, lit 830 warm white, í Rafsól Skipholti fyrir Rauðhólafólkið.