Hvað á maður þá að gera í sumar?

Ég virðist stefna á atvinnuleysi í sumar, ég hef bara fengið hafnanir, reyndar eina þar sem maðurinn vildi fá að hringja í mig ef eitthvað losnaði (það eru í raun einhverjar líkur þar). Þetta er náttúrulega mér sjálfum að kenna, ég þoli nefnilega ekki að sækja um vinnu, það er eitthvað það mest niðurdrepandi sem ég geri. Ég sæki um of fáar vinnur og ég geri það alltof seint.

Nú er spurningin hvað maður eigi að gera í sumar ef engin vinna fæst. Ég verð allavega að gera eitthvað meira en að liggja í þunglyndi eða leti,