Margt getur breyst á hálfum mánuði, fyrir hálfum mánuði fékk ég höfnun í starfið sem ég stólaði á, ég var að plana hvað ég ætti að gera atvinnulaus í sumar. Í dag er ég annar maður, ég er maðurinn með tvö atvinnutilboð, sem þýðir að ég verð að velja og hafna.
* Ég get unnið á sama stað og í fyrra, erfið vinna, mikið borgað.
* Ég get unnið á stað þar sem ég fæ lítið borgað, þarf stundum að vinna um helgar og á kvöldin. Ég veit ekki nákvæmlega hvar ég mun vinna. Reynslan af þessu starfi mun hins vegar koma sér ákaflega vel.
Ég þarf væntanlega að hafa samband við gamla vinnustaðinn og tilkynna honum að ég ætli frekar að fara í vinnuna þar sem ég fæ lág laun og reynslu.