Kvikmyndaklúbbskvöld, léleg mæting. Grunar að fólk hafi ekki verið bjartsýnt á gæði myndanna, ég var það allavega ekki. En ég hafði eiginlega rangt fyrir mér, þær voru bara mun betri en ég bjóst við, Porkys og Revenge of the Nerds, heimskulegar unglingagamanmyndir frá fyrrihluta níunda áratugarins sem virkuðu af einhverjum ástæðum.