Gæsalappirnar?

Af hverju höfum við séríslenskar gæsalappir? Eru þær annars séríslenskar? Væri ekki bara fínt að losa sig við þær?

9 thoughts on “Gæsalappirnar?”

  1. Tungumál og ritháttur er nú tvennt ólíkt Sverrir. Íslenska hefur nú t.d. ekki alltaf verið skrifuð eins og núna og áður fyrr notuðu menn líka annað letur. Mér skilst að sums staðar hafi menn skipt um letur, þ.e. tekið upp rómanskt letur í stað einhvers “lókal” leturs án þess að tungumálin hafi skaðast. Sjálfur hef ég ekkert á móti íslenskum gæsalöppum en nenni nú yfirleitt ekki að eltast við þær nema í verkefnum fyrir skólann.

  2. Sverrir, þú sleppir því að svara spurningunni með því að koma með spurningu sem hefur oft verið svarað en er í raun ótengd spurningu minni.

    En hefur enginn hugmynd um uppruna íslensku gæsalappana? Hvenær voru þær teknar upp og hvers vegna?

  3. Nei, við erum ekki þau einu sem notum þessar gæsalappir. Þær eru líka notaðar í Þýskalandi sem og í Danmörku; jafnvel víðar, en ég þekki ekki til fleirri landa.

  4. Það má vissulega velta fyrir sér í framhaldi af þessari umræðu hvort það hafi verið mistök að hætta með rúnaletrið.

  5. Algengt er að menn rugli saman máli og stafsetningu. Stafsetning er samkomulagsatriði, eða ætti að vera. Nú er auðvitað hefð fyrir ákveðinni stafsetningu, sem er til hægðarauka, ef maður á ekki Sorbitol. Þetta er semsé fengið úr dönsku og þarafleiðandi úr þýzku. Þjóðverjar nota nú stóra stafi í miklum mæli en slíkt er eitur í feysknum beinum íslenzkukennara. Af hverju ekki hér? Danir gerðu þetta í gamla daga. Mér er alveg sama um þessar lappir en gaman er að é-inu, þ-inu og ð-inu.

Lokað er á athugasemdir.