Nú stendur yfir leit að þjóðarblóminu, keppnin fer fram á Stöð 2 og er í útsláttarformi, áskrifendur kjósa út eitt blóm í hverri umferð. Ætlað er að keppnin taki 10 vikur.
Hvers vegna í ósköpunum þurfum við þjóðarblóm? Líður einhverjum illa af því við höfum ekki látið þennan titil við einhverja plöntuna? Hvað ætli ríkið muni eyða miklum peningum í þetta rugl?
Augljóslega eigum við að velja Alaskalúpínuna.
Hefur ríkið eitthvað með þetta að gera en sýnir þetta samt á Stöð 2? Og er ekki þetta eilífðar smáblóm með titrandi tárið þjóðarblómið okkar?