Ef Ólafur Ragnar neitar að skrifa undir fjölmiðlafrumvarpið þá mun ég mæta á kjörstað í sumar og kjósa hann, ef hann skrifar undir mun ég hunsa kosningarnar eða kjósa einhvern rugludallinn. Sigurður Líndal kom með ágætan punkt í umræðuna um neitunarvald forseta það er að það skiptir engu máli hvaða álit fólk hefur á þessu ákvæði eða hvernig það hefur verið notað, ákvæðið sjálft er greinilega þannig að forsetinn hefur þetta vald.
Er ekki kominn tími á hallarbyltingu í Sjálfstæðisflokknum? Ertu tilbúinn Geir?