Það fyrsta sem við Eygló gerðum þegar við komum heim í gær var að horfa á Survivorupptöku, þátturinn var áhugaverður og mig grunar eiginlega að það hafi verið mistök hjá Rob og Amber að láta Tom fara því hann hefði aldrei svikið þau, hann var of heimskur til þess. Rupert virðist átta sig á því að Rob verður að fara þannig að ef Rupert vinnur þá fá Rob og Jenna væntanlega tvö atkvæði hvort, ef einhver annar vinnur þá hef ég ekki hugmynd, það gæti verið að Jenna sé nógu heimsk til að fara í Final3 með Rob og Amber. Þetta er nú samt komið á það stig að fyrri atkvæði skipta máli og ég hef ekki hugmynd um hvernig þær tölur eru. En ég hlakka til að sjá úrslitin.