42%

Fór í gegnum símanúmerin í símanum mínum til að skoða kynjahlutföllin. Um fjórðungur símanúmerana voru hjá stofnunum eða hjá pari, þegar þau númer hafa verið tekin útúr myndinni þá stendur eftir að 42% eru símanúmer hjá kvenfólki en 58% hjá karlfólki, tel ég þetta hlutfall gefa ágæta mynd af mér.

Það er spurning um að grein númerin nákvæmlega, vinir, fjölskylda, fyrirtæki, óvinir og rugl.

3 thoughts on “42%”

  1. Hefur þú voða lítið að gera þessa dagana Óli minn? Síðan þín er komin í lag í tölvunni minni. Hvaða rugl þetta var um daginn þori ég ekki að segja.

  2. góð hugmynd, en það er spurning hvort það er þörf á að hafa símanúmer óvina sinna í símanum? nema maður merki þau sem „ekki svara“ eða „hálfviti hringir“? 🙂

  3. Mun æskilegra að vita hver hringir þegar um óvin er að ræða heldur en vin – þá gæti til dæmis verið ástæða til þess að taka samtalið upp til þess að nota það gegn viðkomandi seinna og fleira skemmtilegt.

Lokað er á athugasemdir.