Mynd hreinsuð

Ég ákvað áðan að hreinsa glerið á mynd sem ég fékk úr Stekkjargerðinu, eftir að hafa reynt að hreinsa glerið að utan sá ég mjög greinilega að það þyrfti að ná rykinu að innan líka. Ég opnaði myndina, þurfti að losa nagla til þess. Það var ótrúlegt að sjá allt rykið innan á glerinu, það hefur greinilega komist inn í rammann hægt og rólega í áratugi (marga áratugi). Myndin sjálft var líka rykug þannig að ég þurrkaði varlega af henni líka. Það var alveg magnað að sjá muninn, þetta er einsog ný mynd, litirnir fá allt í einu að njóta sín. Mynd er þó töluvert dekkri en þessi hér fyrir neðan.

Bussende Magdalena
Þetta er semsagt eftirprentun af Bussende Magdalena eftir Pompeo Batoni (sem ég kannast ekkert við). Þetta er mynd af Maríu Magdalenu en ég hef enga skýringu á því hvað bussende þýðir né hvers vegna María er með brjóstið úti né hvers vegna þessi hauskúpu er hjá henni. Hvað er hún síðan að lesa?
Ég hef alltaf verið svoltið hrifinn af myndinni og nú er hún komin upp á vegg hjá mér. Ég hef enga hugmynd um hvernig afi og amma fengu þessa mynd eða hvenær, Haukur frændi (elsti bróðir mömmu) sagði að hún væri eldgömul en ég hef í raun litla hugmynd um hve gamalt það er.