Eftir að hafa eytt heilllöngum tímum í að hreinsa mynd horfði ég á þátt af *The Lone Gunmen* sem er svona spin-off af *X-Files*. Ég horfði einmitt á hinn alræmda fyrsta þátt sem segir frá plotti bandarískra stjórnvalda um að láta flugvél hrapa í New York og láta það líta út fyrir að hryðjuverkamenn hafi verið að verkum. Þessi þáttur var frumsýndur í mars 2001.
Eftir þetta fór ég í mat til Helgu og Gumma þar sem ég náði í garðstól sem ég skyldi eftir þegar ég flutti úr Stekkjargerðinu fyrir þremur árum, Gummi tók hann með suður um síðustu helgi.
Í gærkvöldi skoðuðum við Anna gamlar myndir sem ég hef verið skanna inn og benti mér á fólk sem hún þekkti en ekki ég, stundum þekkti hún fólk bara af fötunum. Anna fór síðan heim til Svíþjóðar í morgun.
Það er síðan kvikmyndakvöld í kvöld, veit ekki hve margir mæta, líklega einhverjir sem hafa ekki mætt áður, annars eru sumir í sumarfríi þannig að maður veit ekkert. *Wizards*og *Fritz the Cat*