Andríki styður Baldur

Andríkismenn reyna að vera fyndnir í dag en það er ekki sérstaklega vel heppnað hjá þeim, ég skal lána þeim átta hliða tening ef þeir vilja.

Annars er nú bara bjánaleg þessi staðhæfing þeirra að Baldur sé eini frambjóðandinn sem vilji upplýsa þjóðina um stefnumál sín, hefur það farið fram hjá einhverjum hver stefnumál Ástþórs eru? Friðarstefna með brjálæðislegum yfirtónum. Ólafur Ragnar hefur hins vegar bara sýnt það í verki hvernig forseti hann er og hvernig hann vill vera. Hvaða stefnumál hefur Baldur? Að vera puntdúkka á Bessastöðum? Ef við vildum puntdúkku þá gætum við fundið einhvern fríðari en hann í hlutverkið.