Það voru Horror söngleikir í kvöld, Rocky Horror Picture Show og Little Shop of Horrors. Ég hafði ekki séð Rocky Horror síðan 1992 þegar ég var í sjöunda bekk, hún var sýnd í enskutíma, svona var kennarinn góður við börnin. Ég átti einu sinni Amstrad tölvuleik sem byggði á myndinni. Þegar ég var að horfa á myndina þá datt mér í hug að hin unga Susan Sarandon minnti mig töluvert á Særúnu, fyrir utan að Særún er minni og sætari. Ég tók líka eftir að sá sem lék Brad lék einnig borgarstjórann í Spin City.
Little Shop of Horrors hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér, sérstaklega náttúrulega Steve Martin sem tannlæknirinn en líka Bill Murray sem sjúklingurinn. Ég var að reyna að rifja upp hvernig Littla Hryllingsbúðar sýningin sem við Eygló fórum á 1999 (nýbyrjuð saman) var en ég mundi varla neitt eftir henni, frekar ómerkileg þá líklega.