Ég er ekki sá fyrsti sem hefur bent á að SérSveitarauglýsingar SS eru einstaklega ósmekklegar, hvaða fávitum dettur svona rugl í hug? Og að það skuli ekki vera búið að taka þessar auglýsingar úr umferð.
Hin auglýsingin inniheldur skondnari vanhugsun, það er nýja appelsín auglýsingin þar sem kallað er á appelsínslökkviliðsbíl til að lífga upp á grillveislu ef ég man rétt. Það sem mér finnst mislukkað í þeirri auglýsingu sést einn af „slökkviliðsmönnunum“ sprauta appelsíni úr slöngu sem hann heldur í mittishæð yfir mannfjöldann sem fílar það í botn. Mér dettur hins vegar bara í hug að þarna sé komið með tengingu sem Egils vill væntanlega ekki koma í höfuðið á fólki, semsagt að liturinn á appelsíninu minni mann dáltið á hland og því er þetta svoltið einsog náunginn sé að láta vaða yfir fólkið úr sinni persónulegu slöngu. Pælið í þessu næst þegar þið horfið á þetta.