Ég er þreyttur, ég sit við tölvuna í vinnunni og ég er viss um að ég myndi sofna ef ég myndi leggjast fram á borðið, það væri slæmt en samt svo gott. Ástæðan fyrir þreytunni er að ég svaf ekkert í nótt, ég var rétt farinn að detta út af þegar klukkan fór að hringja. Ég þarf að halda út rúmlega tvo tíma í viðbót hérna, síðan fara heim og reyna að vaka til svona níu eða tíu og fara síðan að sofa til þess að sólarhringurinn verði aftur réttur.